Jóhann Berg með nýjan samning

Jóhann Berg Guðmundsson í baráttunni með Burnley.
Jóhann Berg Guðmundsson í baráttunni með Burnley. AFP

Knattspyrnumaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Burnley til ársins 2023. 

Jóhann kom til félagsins frá Charlton árið 2016 og hefur á þeim tíma leikið yfir 100 leiki með liðinu og skorað í þeim sjö mörk. 

Íslenski landsliðsmaðurinn var ekki sá eini sem framlengdi samninginn sinn við Burnley í dag því Matthew Lowton, Kevin Long og Erik Pieters gerðu það einnig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert