West Brom og Fulham buðu upp á skemmtilegt 2:2-jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en bæði lið voru í fallsæti fyrir leikinn og eru enn.
Fulham komst yfir í fyrri hálfleik en WBA sneri taflinu við í seinni hálfleik áður en Ivan Cavaliero jafnaði fyrir Fulham og þar við sat.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.