Mörkin: Skellur fyrir Everton

Callum Wilson var hetja Newcastle er hann skoraði bæði mörk liðsins í 2:0-sigri á Everton á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni í dag. Newcastle var búið að tapa fimm í röð og voru stigin þrjú því langþráð.

Wilson kom gestunum í forystu í síðari hálfleik með laglegu skallamarki og bætti svo við í blálokin úr skyndisókn er heimamenn voru með flesta leikmenn sína í sókn. Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton og að spila sinn 300. leik í úrvalsdeildinni en mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert