Enska knattspyrnufélagið Manchester setti í kvöld nýtt félagsmet en markalausa jafnteflið við Arsenal í ensku úrvalsdeildinni var átjándi útileikurinn í röð í deildinni sem liðið leikur án þess að tapa.
Af leikjunum átján hefur United unnið þrettán þeirra og gert fimm jafntefli. Síðasti tapleikur United á útivelli í deildinni kom gegn Liverpool í janúar á síðasta ári.
United er í öðru sæti með 41 stig, einu stigi á eftir Manchester City sem á leik til góða.