Ótrúlega svekktur í dag

Carlo Ancelotti á hliðarlínunni í dag.
Carlo Ancelotti á hliðarlínunni í dag. AFP

„Við erum ekki ánægðir, Newcastle vann fyrir þessum sigri en það vantaði kjark í okkur. Ég veit að við erum nógu góðir,“ sagði svekktur Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, eftir óvænt 2:0-tap gegn Newcastle á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Everton hefur verið á ágætu skriði undanfarið en Newcastle var aftur á móti búið að tapa fimm deildarleikjum í röð. „Næsti leikur er tækifæri til að finna okkar rétta hugarfar aftur, ég er ótrúlega svekktur með daginn í dag en ég get ekki gleymt því að liðið hefur staðið sig vel undanfarið,“ bætti Ítalinn við en hann sagði nýlega að þetta Evertonlið ætti að berjast um meistaradeildarsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert