Þriðji Íslendingurinn með 300 leiki

Gylfi Þór Sigurðsson hefur nú leikið 300 leiki í ensku …
Gylfi Þór Sigurðsson hefur nú leikið 300 leiki í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson varð í dag þriðji íslenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi til að spila 300 leiki í einni og sömu efstu deild erlendis en hann er í byrjunarliði Everton sem mætir Newcastle á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni en leikurinn var að hefjast.

Þetta er 118. leikur Gylfa með Everton en hann lék 58 leiki með Tottenham á þeim tveimur árum sem hann spilaði þar og 124 leiki fyrir Swansea, fyrst sem lánsmaður tímabilið 2011-12 og svo á árunum 2014 til 2017 eða þangað til hann skipti yfir til Everton. Gylfi hefur skoraði 63 úrvalsdeildarmörk og lagt upp 47.

Her­mann Hreiðars­son er sá Íslend­ing­ur sem á flesta leiki að baki í ensku deild­inni, eða 322 sam­tals með Crystal Palace, Wimbledon, Ipswich, Charlt­on og Ports­mouth á ár­un­um 1997 til 2010. Hins vegar hefur Arnar Þór Viðarsson leikið flesta leiki í einni og sömu deild erlendis, spilaði 391 leik í efstu deild í Belgíu með Lokeren og Cercle Brugge.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert