Edinson Cavani var skúrkur Manchester United í markalausu jafntefli gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Cavani fékk tvö afbragðsfæri í seinni hálfleik en hitti ekki á markið þegar hann átti að gera betur.
Færin og önnur tilþrif úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.