Eberechi Eze sá um að skora sigurmark Crystal Palace í 1:0-sigri á Wolves á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Markið kom eftir afar fallegt spil hjá Palace-mönnum og var afgreiðslan hjá Eze hugguleg.
Markið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.