Tilþrifin: Jesus hetja toppliðsins

Gabriel Jesus var hetja toppliðs Manchester City gegn botnliði Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni i fótbolta í dag en hann skoraði sigurmarkið strax á 9. mínútu. 

City var mun sterkari aðilinn í leiknum en gekk illa að bæta við öðru marki gegn þrjósku liði Sheffield United. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert