Tilþrifin: Millimetraspursmál á suðurströndinni

Aston Villa hafði heppnina með sér í 1:0-útisigri á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 

Southampton hefði mögulega átt að fá víti snemma leiks og þá var mark dæmt af Danny Ings í blálokin vegna mjög tæprar rangstöðu. Mark hjá Ross Barkley í fyrri hálfleik dugði því til sigurs fyrir Villa. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert