Brighton lyfti sér aðeins frá fallsætunum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með 1:0-sigri á Tottenham á heimavelli í kvöld. Sigurmarkið kom snemma leiks en gestirnir voru langt frá sínu besta án fyrirliðans Harry Kane sem er frá vegna meiðsla.
Leandro Trossard kom heimamönnum í forystu á 17. mínútu með skoti af stuttu færi eftir góðan undirbúning Pascal Gross og reyndist það sigurmarkið. Tottenham, sem hefur verið að fatast flugið í toppbaráttunni undanfarið, var bitlaust í sóknarleiknum án fyrirliðans og markaskorarans Kane.
Brigton er nú með 21 stig í 17. sætinu, sjö stigum fyrir ofan fallsæti en Tottenham er í 6. sæti með 33 stig, 11 stigum frá toppliði Manchester City.