Mörkin: Leeds fór illa með Leicester

Nýliðar Leeds voru frábærir í 3:1-sigri á Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á útivelli í dag. Patrick Bamford var allt í öllu í liði Leeds, skoraði eitt og lagði upp tvö, en tapið fyrir Leicester kom sér illa enda liðið í toppbaráttunni.

Mörkin og það helsta úr leiknum fjöruga má sjá í spilaranum hér að ofan. Heimamenn komust yfir með laglegu marki Harvey Barnes en eftir það tók Bamford málin í eigin hendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert