Varnarmennirnir César Azpilicueta og Marcos Alonso skoruðu mörkin er Chelsea vann sinn fyrsta sigur undir stjórn Thomas Tuchels í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Liðið vann 2:0-sigur á Burnley á Stamford Bridge og má sjá mörkin og allt það helsta í spilaranum hér að ofan.
Tuchel tók við stjórnartaumunum hjá Chelsea á dögunum eftir að Frank Lampard var rekinn og var þetta hans annar leikur með liðið en sá fyrsti var markalaust jafntefli gegn Wolves. Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður fyrir Burnley í dag á 62. mínútu.