Pochettino til Watford

Mauricio Pochett­ino er faðir Maurizio.
Mauricio Pochett­ino er faðir Maurizio. AFP

Ungi knattspyrnumaðurinn Maurizio Pochett­ino hefur skrifað undir samning við enska B-deildarfélagið Watford. Pochettino er sonur Mauricios, knattspyrnustjóra franska stórliðsins PSG.

Pochettino yngri er efnilegur 19 ára kantmaður en hann hefur undanfarin ár verið á mála hjá unglingaliði Tottenham, þar sem faðir hans var knattspyrnustjóri um árabil. Hann spilaði aldrei leik með aðalliði Tottenham enda leikmenn á borð við Heung-min Son og Steven Bergwijn á undan honum í goggunarröðinni. Hann hefur nú fært sig um set í von um að fá fleiri tækifæri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert