Varð fyrir kynþáttaníði eftir stórleikinn

Marcus Rashford varð fyrir kynþáttaníði á samfélagsmiðlum eftir leik Manchester …
Marcus Rashford varð fyrir kynþáttaníði á samfélagsmiðlum eftir leik Manchester United og Arsenal í gærkvöldi. AFP

Marcus Rashford, sóknarmaður enska knattspyrnuliðsins Manchester United, varð fyrir kynþáttaníði á samfélagsmiðlum í kjölfar markalauss jafnteflis liðsins við Arsenal í gærkvöldi.

Rashford tilkynnti þetta á twitteraðgangi sínum í gærkvöldi. „Mannlegt eðli og samfélagsmiðlar upp á sitt allra versta. Ég er þeldökkur karlmaður og finn fyrir stolti vegna þess á hverjum degi. Ekki nokkur maður eða nokkur athugasemd mun breyta þeirri skoðun minni.

Mér þykir leitt ef þið voruð að vonast eftir einhverjum hörðum viðbrögðum frá mér, en það er einfaldlega ekki að fara að gerast,“ skrifaði hann.

Fyrr í vikunni höfðu samherjar hans, Axel Tuanzebe og Anthony Martial, orðið fyrir kynþáttaníði í kjölfar 1:2-taps liðsins gegn botnliði Sheffield United.

Ég ætla ekki að deila skjáskotum. Það væri óábyrgt af mér að gera það og eins og þið getið eflaust ímyndað ykkur er ekkert frumlegt að finna í þessum skilaboðum. Falleg börn með alls konar litaraft fylgja mér og þau hafa enga þörf fyrir að lesa svona skilaboð. Fallegt litaraft sem ætti einungis að hampa,“ skrifaði Rashford einnig á twitter.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert