Líklegt að van Dijk spili á tímabilinu

Virgil van Dijk hefur verið frá vegna meiðsla síðan um …
Virgil van Dijk hefur verið frá vegna meiðsla síðan um miðjan nóvember. AFP

Það bendir allt til þess að Virgil van Dijk, miðvörður Englandsmeistara Liverpool í knattspyrnu, verði klár í slaginn áður en tímabilinu lýkur í maí. 

Það er Sportsmail sem greinir frá þessu en van Dijk meiddist á hné í leik Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um miðjan október og hefur ekki spilað síðan.

Fjölmiðlar á Englandi greindu frá því að van Dijk yrði að öllum líkindum frá út tímabilið en endurhæfing hollenska varnarmannsins hefur gengið framar vonum.

Van Dijk gæti snúið aftur til æfinga í mars og verið klár í slaginn í byrjun apríl en lokaleikur Liverpool á tímabilinu er gegn Crystal Palace á Anfield 23. maí næstkomandi.

Fyrsti leikur Liverpool í apríl verður gegn Arsenal á útivelli og gæti vel farið svo að van Dijk spilaði þann leik en Hollendingurinn, sem er 29 ára gamall, hefur verið einn besti varnarmaður heims undanfarin ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert