Matip ekki meira með á tímabilinu

Joel Matip spilar ekki meira í vetur.
Joel Matip spilar ekki meira í vetur. AFP

Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool skýrði frá því í kvöld að miðvörðurinn Joel Matip myndi ekki leika meira með liðinu á þessu keppnistímabili vegna ökklameiðsla.

Matip meiddist í annað sinn í leiknum gegn Tottenham síðasta fimmtudagskvöld en hann var þá fyrir stuttu stiginn upp úr meiðslum sem héldu honum frá keppni í nokkrar vikur. 

Liverpool fékk í kvöld til liðs við sig varnarmennina Ozan Kabak frá Schalke og Ben Davies frá Preston eins og áður hefur komið fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert