Newcastle fær miðjumann frá Arsenal

Joe Willock í leik með Arsenal.
Joe Willock í leik með Arsenal. AFP

Enska knattspyrnufélagið Newcastle hefur fengið Joe Willock lánaðan frá Arsenal út þetta keppnistímabil.

Willock er 21 árs gamall miðjumaður, hefur verið í röðum Lundúnafélagsins frá fimm ára aldri og hefur leikið 40 leiki með Arsenal í úrvalsdeildinni og samtals 78 mótsleiki frá árinu 2017. Þar af hefur hann leikið sjö úrvalsdeildarleiki og fimm Evrópuleiki á þessu keppnistímabili.

Uppfært kl. 23.01:
Staðfest var rétt í þann mund að félagaskiptaglugganum var lokað kl. 23.00 að félagaskipti Willock frá Arsenal til Newcastle hefðu verið staðfest.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert