Englandsmeistarar Liverpool hafa gengið frá samningum við Preston North End um kaup á varnarmanninum Ben Davies.
Preston staðfesti söluna á leikmanninum rétt í þessu.
Liverpool greiðir aðeins um eina milljón punda fyrir Davies, sem er 25 ára gamall og átti aðeins hálft ár eftir af samningi sínum við Preston. Hann hefur leikið með liðinu í ensku B-deildinni undanfarin ár en var um skeið í láni hjá liðum í neðri deildum. Alls hefur Davies leikið um 230 leiki í ensku deildakeppninni en engan þeirra í úrvalsdeildinni.
Uppfært kl. 20.00:
Liverpool hefur staðfest komu Davies til félagsins með þessu myndskeiði:
✍️ Welcome to the Reds, Ben Davies.
— Liverpool FC (@LFC) February 1, 2021
Introducing our newest 𝐑𝐄𝐃 🔴 pic.twitter.com/S8qUWrryAV
— Liverpool FC (@LFC) February 1, 2021