Enska knattspyrnufélagið Everton upplýsti í dag að það hefði greitt Bournemouth 5,5 milljónir punda fyrir norska framherjann Joshua King sem kom til félagsins eftir miðnættið í gærkvöld.
King átti hálft ár eftir af samningi sínum við Bournemouth sem vildi frekar selja hann strax fyrir þessa upphæð en að missa hann án greiðslu í sumar.
Samningurinn við Everton er til sex mánaða með ákvæði um framlengingu að þeim tíma liðnum.
King var í dag úthlutað treyju númer 11 og hann gæti komið við sögu strax annað kvöld þegar Everton sækir Leeds heim í ensku úrvalsdeildinni.