Mörkin: Níu marka veisla United

Manchester United gjörsigraði Southampton með níu mörkum gegn engu í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Fjögur mörk komu í fyrri hálfleik og fimm í þeim síðari.

Southampton missti mann af velli með rautt spjald eftir 79 sekúndur, Man. Utd. skoraði þá sex mörk í kjölfarið.

Dýrlingarnir fengu svo annað rautt spjald seint í leiknum, en þá var enn tími fyrir Man Utd að bæta þremur mörkum við.

Öll níu mörkin og bæði rauðu spjöldin má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert