Mörkin: Glæsilegur þrumufleygur Moutinho

Portúgölsku miðjumennirnir Rúben Neves og Joao Moutinho skoruðu mörk Wolves þegar liðið lagði Arsenal 2:1 í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Nicolas Pépé hafði komið Arsenal yfir með laglegu marki en undir lok fyrri hálfleik seig á ógæfuhliðina hjá liðinu þegar David Luiz fékk á sig víti og beint rautt spjald. Neves skoraði af gríðarlegu öryggi úr vítaspyrnunni og um leið og hann var búinn að koma boltanum í netið var flautað til hálfleiks.

Snemma í síðari hálfleik skoraði svo Moutinho með frábæru skoti fyrir utan teig sem fór í stöngina og inn.

Arsenal fékk svo annað rautt spjald þegar Bernd Leno var rekinn út af og kom þá Rúnar Alex Rúnarsson inn á og lék vel síðustu 20 mínúturnar.

Mörkin, rauðu spjöldin og allt það helsta úr leiknum er að finna í myndskeiðinu hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert