Alisson Becker verður ekki í marki Liverpool í kvöld þegar liðið tekur á móti Brighton í ensku úrvalsdeildinni á Anfield klukkan 20.15.
Á heimasíðu Liverpool er skýrt frá því að brasilíski markvörðurinn sé veikur og geti þar með ekki tekið þátt í leiknum.
Caoimhin Kelleher tekur væntanlega stöðu hans á milli stanganna en boðað er að liðsuppstillingin verði kynnt klukkan 19.15.