Enski boltinn í beinni - Útisigrar í öllum fimm leikjunum

Fimm leik­ir fóru fram í ensku úr­vals­deild­inni í kvöld. Allir enduðu þeir með útisigrum.

Manchester City og Leicester City unnu bæði þægilega 2:0 útisigra. Man City gegn Burnley og Leicester gegn Fulham.

Þá vann Everton sterkan 2:1 útisigur gegn Leeds þar sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fyrir Everton, átti stóran þátt í öðru markinu og var fyrirliði liðsins.

Einnig vann West Ham United góðan 3:1 útisigur gegn Aston Villa, þar sem Jesse Lingard, skoraði tvö mörk í fyrsta leik sínum fyrir Hamranna.

Síðast en ekki síst vann Brighton & Hove Albion frábæran 1:0 útisigur gegn Englandsmeisturum Liverpool.

Mbl.is var með beina texta­lýs­ingu frá fjórum af fimm leikj­um kvölds­ins og má sjá hana hér fyr­ir neðan. Leik Liverpool og Brighton var svo lýst í sér lýsingu.

Enski boltinn í beinni opna loka
kl. 22:06 Leik lokið Leik Aston Villa og West Ham United er lokið. West Ham vinnur flottan 3:1 útisigur þar sem Jesse Lingard var hetjan með tvö mörk.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka