Fyrirliðinn Gylfi Þór kom Everton yfir (myndskeið)

Gylfi Þór Sigurðsson kom Everton í 1:0 strax á 9. mínútu í leiks liðsins gegn Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Leikurinn, sem er nú í gangi og fer fram á Elland Road-vellinum í Leeds, hófst klukkan 19.30.

Gylfi Þór er fyrirliði Everton í leiknum og var í kvöld að skora þriðja mark sitt í deildinni á leiktíðinni.

Mark Gylfa Þórs má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka