Gylfi Þór Sigurðsson er fyrirliði Everton í kvöld þegar liðið sækir Leeds heim í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Hann spilar sinn 301. leik í ensku úrvalsdeildinni en viðureign liðanna hefst klukkan 19.30 á Elland Road og er sýnd beint á Símanum Sport. Ennfremur er fylgst með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.