Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsmaður í knattspyrnu er í byrjunarliði Burnley sem tekur á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni en flautað verður til leiks á Turf Moor klukkan 18.
Þetta er sjötti leikur Jóhanns í röð með Burnley en þar á undan var hann búinn að missa af stórum hluta tímabilsins vegna meiðsla.
Fylgst er með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is og leikurinn er sýndur beint á Símanum Sport.