Jesse Lingard stimplaði sig allrækilega inn í lið West Ham United þegar hann skoraði tvö mörk í fyrsta leik sínum fyrir liðið í 3:1 útisigri gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Lingard kom að láni frá Manchester United á dögunum og var greinilega ánægður með að fá loksins að spila, en hann kom ekkert við sögu í ensku úrvalsdeildinni hjá Man Utd á tímabilinu.
Öll fjögur mörkin komu í síðari hálfleiknum. Þau má sjá í spilaranum hér að ofan.