Mörkin: Maddison arkitektinn í sigri Leicester

James Maddison lagði upp bæði mörk Leicester í góðum 2:0 útisigri liðsins gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Fyrst lagði Maddison upp gott skallamark fyrir Kelechi Iheanacho eftir fasta fyrirgjöf og undir lok fyrri hálfleiks var hann óeigingjarn þegar hann lagði boltann á James Justin sem var í betra færi en hann.

Mörkin í leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka