Thomas Tuchel, hinn nýi knattspyrnustjóri Chelsea, skýrði frá því að tveir af leikmönnum liðsins hefðu meiðst á æfingu í dag og óvíst væri hvort þeir yrðu leikfærir gegn Tottenham í nágrannaslag liðanna í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld.
Varnarmaðurinn Kurt Zouma og sóknartengiliðurinn Kai Havertz þurftu að hætta á æfingunni en Tuchel sagði að ekki væri um alvarleg meiðsli að ræða og leikmennirnir væru í læknisskoðun. „Allir aðrir eru heilir," sagði Tuchel sem tók við af Frank Lampard á dögunum og hefur stýrt Chelsea í tveimur leikjum.