Eiður Smári einn af sex (myndskeið)

Aðeins sex leikmenn hafa spilað fyrir bæði Tottenham og Chelsea frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar árið 1992 en liðin mætast í stórleik deildarinnar í kvöld.

Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins, er einn þeirra en hann lék með Chelsea frá 2000 til 2006 og gekk svo til liðs við Tottenham árið 2010.

Eiður er afar vinsæll hjá stuðningsmönnum Chelsea en hann skoraði 54 mörk fyrir Chelsea á meðan honum tókst einungis að skora eitt mark fyrir Tottenham.

Aðrir leikmenn sem hafa spilað fyrir bæði lið eru Gus Poyet, Carlo Cudicini, Neil Sullivan, Scott Parker og Williams Gallas.

Þá hafa þrír stjórar stýrt báðum liðum; José Mourinho, Glenn Hoddle og André Villas-Boas.

Leikur Tottenham og Chelsea verður sýndur beint á Síminn Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka