Hafa lengi elt saman grátt silfur (myndskeið)

Lundúnaliðin Tottenham og Chelsea hafa lengi elt grátt silfur saman enda bæði úr höfuðborginni.

Tottenham var sigursælla þegar enska úrvalsdeildin var stofnuð í núverandi mynd árið 1992 en síðan þá hefur Chelsea haft vinninginn.

Chelsea hefur sex sinnum orðið Englandsmeistari en Tottenham hefur tvívegis orðið meistari.

Liðin mætast í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld á Tottenham Hotspur-vellinum. Tottenham er í sjöunda sæti deildarinnar með 33 stig en Chelsea er í því áttunda með 33 stig.

Leikur Tottenham og Chelsea verður sýndur beint á Símanum Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka