Líklegra að Rúnar Alex spili á laugardaginn

Rúnar Alex Rúnarsson í leiknum gegn Wolves.
Rúnar Alex Rúnarsson í leiknum gegn Wolves. AFP

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að eins og staðan er núna sé líklegast að Rúnar Alex Rúnarsson verji mark liðsins gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.

Bernd Leno er í banni eftir rauða spjaldið gegn Wolves á þriðjudagskvöldið en þá kom Rúnar Alex inn á í staðinn og lék síðustu tuttugu mínúturnar.

Mat Ryan, þrautreyndur landsliðsmarkvörður Ástralíu sem hefur spilað 121 úrvalsdeildarleik fyrir Brighton á undanförnum árum, var ekki í hópnum gegn Wolves vegna  meiðsla og staðan er óbreytt, að því er Arteta segir á heimasíðu Arsenal í dag.

„Mat hefur ekki getað æft enn sem komið er. Alex er tilbúinn og við gætum því þurft að velja á milli þeirra fyrir helgina. Ef Mat getur æft á morgun og báðir eru í standi þurfum við að taka ákvörðun. Ef Mat verður ekki leikfær er augljóst að Alex verður í markinu,“ sagði Arteta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka