Englandsmeistarar Liverpool fá Manchester City í heimsókn á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á sunnudaginn kemur. City getur náð tíu stiga forskoti á Liverpool með sigri á meðan Liverpool þarf á sigri að halda eftir slakt gengi undanfarnar vikur.
Liverpool gengur yfirleitt vel gegn City á heimavelli og hefur Manchester-liðið aðeins unnið tvo deildarleiki á Anfield á síðustu 30 árum.
Í meðfylgjandi myndskeiði eru rifjaðir upp eftirminnilegir leikir liðanna á Anfield í gegnum tíðina en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.