Liðin sem ryðja þarf úr vegi

Andy Townsend, fyrrverandi leikmaður Norwich og Aston Villa, segir að á þessu keppnistímabili í ensku úrvalsdeildinni séu Liverpool og Manchester City þau lið sem aðrir miði sig við.

Þessi lið þurfi að leggja að velli ef lið ætla sér að ná titlinum.

Liverpool og Manchester City mætast í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn klukkan 16:30 og verður leikurinn í beinni útsendingu hjá Símanum Sport.

Townsend spáir því að Liverpool muni hafa betur í þetta skiptið og segir liðið virkilega þurfa á sigrinum að halda í titilvörninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert