Englandsmeistarar Liverpool í fótbolta festu í dag kaup á hinum 16 ára gamla Kaide Gordon frá B-deildarfélaginu Derby. Liverpool greiðir um fjórar milljónir punda fyrir leikmanninn.
Gordon lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki er hann kom inn á í 4:0-sigri Derby á Birmingham í B-deildinni í lok desember. Var hann valinn besti leikmaður unglingaliðs Derby á síðustu leiktíð og þykir mikið efni.
Gordon, sem er sóknarleikmaður, hefur leikið tvo leiki með U16 ára landsliði Englands. Hann gekk fyrst í raðir Derby þegar hann var aðeins níu ára gamall.