Allt jafnt í Lundúnaslag

Tomas Soucek og Joachim Andersen eigast við í kvöld.
Tomas Soucek og Joachim Andersen eigast við í kvöld. AFP

Lundúnaliðin Fulham og West Ham skildu jöfn, 0:0, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Craven Cottage, heimavelli fyrrnefnda liðsins, í dag. 

Heimamenn í Fulham komust nær því að skora og voru þeir 60% með boltann og áttu 20 skot gegn átta. Lukasz Fabianski í marki West Ham átti hins vegar góðan leik. 

Einn besti leikmaður West Ham á tímabilinu til þessa, Tékkinn Tomás Soucek, fékk beint rautt spjald í uppbótartíma fyrir slysalegt olnbogaskot. Þrátt fyrir það tókst Fulham ekki að skora sigurmark. 

West Ham er í fimmta sæti með 39 stig en Fulham er sem fyrr í 18. sæti, fallsæti, með 15 stig. Fulham er nú átta stigum frá öruggu sæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert