„Ég hef beðið lengi eftir þessu,“ viðurkenndi Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsmaður í fótbolta eftir að hann skoraði jöfnunarmark Burnley í 1:1-jafntefli gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag.
„Það var gott að skora og gott að ná í stig en mér fannst við eiga skilið þrjú stig. Við sköpuðum okkur góð færi en við tökum stigið eftir að hafa lent undir,“ sagði Jóhann.
Viðtalið við Jóhann má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.