Jóhann Berg jafnaði fyrir Burnley (myndskeið)

Jóhann Berg Guðmundsson er búinn að skora fyrir Burnley í leik liðsins gegn Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni, sem nú stendur yfir.

Eftir þunga sókn fékk Jóhann Berg boltann rétt innan vítateigs og skoraði með föstu vinstrifótarskoti í nærhornið á 54. mínútu leiksins.

Þetta er 8. mark Jóhanns í úrvalsdeildinni. Hann er þar með búinn að skora á öllum fimm tímabilum sínum í deildinni.

Hann skoraði síðast hinn 10. ágúst 2019 í deildinni og markið því afar kærkomið.

Mark Jóhanns Berg má sjá í spilaranum hér að ofan.

Hægt er að fylgjast með leik Burnley gegn Brighton á mbl.is með því að smella á sérvefinn Enski boltinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert