Jóhann og félagar í beinni á mbl.is

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley taka á móti …
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley taka á móti Brighton. AFP

Burnley og Brighton mætast í 23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Turf Moor í Burnley klukkan 15 og hægt er að sjá leikinn í beinni útsendingu hér á mbl.is.

Útsendingin hefst kl. 14.30 með upphitun fyrir leikinn og er á sérvefnum Enski boltinn.

Aðeins tvö stig skilja liðin að í deildinni. Brighton er með 24 stig að 22 leikjum loknum og er í 15. sæti deildarinnar. Jóhann Berg Guðmundsson og samherjar í Burnley eru með 22 stig eftir 21 leik og eru í 17. sætinu. Liðin gætu því haft sætaskipti í dag, takist Burnley að sigra.

Jóhann er í byrjunarliði Burnley í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert