Markið: Skelfileg mistök Cédrics

Portúgalski bakvörðurinn Cédric Soares hjá Arsenal fór illa að ráði sínu í leik liðsins gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Þá gaf hann allt of stutta sendingu sem átti að fara til Gabriels, sem leiddi til þess að Bertrand Traoré, leikmaður Villa, náði boltanum og lagði upp sigurmark liðsins fyrir Ollie Watkins eftir aðeins 73 sekúndur.

Mistök Cédrics og sigurmark Villa má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert