Mörkin: Jafnaði með síðustu snertingu leiksins

Dominic Calvert-Lewin tryggði Everton eitt stig með jöfnunarmarki gegn Manchester United á Old Trafford á síðustu sekúndunni í mögnuðum leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Urðu lokatölur 3:3. 

United komst í 2:0 í fyrri hálfleik en Everton neitaði að gefast upp og jafnaði í 2:2. Scott McTominay kom United aftur yfir 20 mínútum fyrir leikslok en Calvert-Lewin átti síðasta orðið. 

Svipmyndir úr þessum magnaða leik má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert