Harry Kane og Son Heung-Min hafa nú skorað 26 mörk samanlagt fyrir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á þessu keppnistímabili eftir að hafa séð um mörk liðsins í 2:0-sigrinum á WBA í dag.
Í myndskeiðinu má sjá mörkin en það fyrra lagði danski miðjumaðurinn Pierre-Emile Höjbjerg upp fyrir Kane með hnitmiðaðri sendingu í gegnum vörn WBA og síðan var Kane upphafsmaðurinn að skyndisókn Tottenham þar sem Lucas Moura lagði upp seinna markið fyrir Son.
Leikurinn var sýndur beint á Símanum Sport.