Mörkin: City skoraði fjögur á Anfield

Manchester City fór á kostum í síðari hálfleik og skoraði fjögur mörk gegn einu þegar liðið heimsótti Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Alisson, markvörður Liverpool, gerði sig sekan um slæm mistök í tvígang þegar hann gaf Man City mörk tvö og þrjú með þriggja mínútna millibili.

Öll mörkin, bæði mistök Alisson og allt það helsta úr leiknum, má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert