Leeds upp í tíunda sætið

Luke Ayling og Patrick Bamford fagna eftir að Bamford kom …
Luke Ayling og Patrick Bamford fagna eftir að Bamford kom Leeds í 2:0 í kvöld. AFP

Leeds lyfti sér í kvöld upp í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með því að sigra Crystal Palace, 2:0, í síðasta leik 23. umferðar deildarinnar á heimavelli sínum, Elland Road.

Leeds fór upp fyrir Arsenal og er komið með 32 stig eftir 22 leiki og því á þægilegan stað fyrir nýliða í deildinni. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn en Palace situr áfram í þrettánda sætinu með 29 stig.

Jack Harrison kom Leeds yfir strax á þriðju mínútu leiksins og Patrick Bamford bætti við marki á 52. mínútu. Hans tólfta mark fyrir liðið í deildinni í vetur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert