Enska félagið Arsenal og portúgalska félagið Benfica spila leiki sína í 32ja liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta fjarri heimahögunum.
Ekki er hægt að leika á heimavöllum liðanna í Lissabon og London vegna sóttvarnaráðstafana í báðum löndum. UEFA tilkynnti síðdegis að búið væri að leysa málið. Heimaleikur Benfica fer fram á Ólympíuleikvanginum í Róm 18. febrúar en heimaleikur Arsenal fer fram á Georgios Karaiskakis-leikvanginum í Aþenu viku síðar, 25. febrúar.