Thomas Partey, miðjumaður enska knattspyrnufélagsins Arsenal, gæti verið leikfær um helgina þegar Arsenal fær Leeds í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni.
Það er Sky Sports sem greinir frá þessu en Partey fór meiddur af velli í 1:0-tapi Arsenal gegn Aston Villa á laugardaginn síðasta og virtirst hafa tognað aftan í læri.
Partey hefur verið óheppinn með meiðsli á tímabilinu en hann hefur einungis byrjað níu leiki í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni.
Hann gekk til liðs við Arsenal frá Atlético Madrid síðasta sumar fyrir 50 milljónir evra en alls hefur miðjumaðurinn komið við sögu í þrettán leikjum með Arsenal á tímabilinu.