Klopp tók reiði sína út á fjölmiðlum

Jürgen Klopp var pirraður eftir stórleik helgarinnar.
Jürgen Klopp var pirraður eftir stórleik helgarinnar. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var ekki í góðu skapi eftir 4:1-tap liðsins gegn Manchester City í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar á Anfield í Liverpool um síðustu helgi.

Liverpool er nú 10 stigum á eftir toppliði Manchester City sem á leik til góða á Liverpool en gengi Englandsmeistaranna á leiktíðinni hefur verið upp og ofan.

Tapið gegn City var jafnframt þriðja tap Liverpool í röð á heimavelli sínum í deildinni á Anfield en það gerðist síðast árið 1963.

Klopp mætti í viðtal eftir leikinn gegn City og fjölmiðlamaður spurði hvort Liverpool ætti möguleika á því að verja Englandsmeistaratitilinn.

„Þú ættir að undirbúa þig aðeins betur,“ svaraði Klopp.

„Hvernig geturðu spurt svona spurningar þegar við erum þrettán stigum á eftir þeim? Finnst þér þetta í alvöru viðeigandi spurning?

Þú færð tvær spurningar og sóar þeim í þetta, þitt klúður,“ sagði Klopp meðal annars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert