Manchester United fer til Ítalíu en ekki Spánar

Manchester United mætir Real Sociedad.
Manchester United mætir Real Sociedad. AFP

Manchester United mun fara til Ítalíu og spila þar útileik sinn gegn Real Sociedad frá Spáni í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta.

Real Sociedad getur ekki leikið á sínum heimavelli vegna sóttvarnaráðstafana á Spáni en Englendingum er ekki heimilað að koma þangað og því verður spilað á heimavelli Juventus í Tórínó. 

Leikurinn fer fram fimmtudaginn 18. febrúar en viku síðar á seinni viðureign liðanna að fara fram á Old Trafford.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert