Spilar Diallo fyrsta leikinn með United í kvöld?

Amad Diallo í leik með Atalanta í Meistaradeild Evrópu í …
Amad Diallo í leik með Atalanta í Meistaradeild Evrópu í vetur. AFP

Amad Diallo, átján ára gamli fótboltastrákurinn frá Fílabeinsströndinni sem Manchester United keypti af Atalanta í janúar, gæti spilað sinn fyrsta leik með enska liðinu í kvöld.

Diallo þykir gríðarlegt efni, enda greiddi United stórfé fyrir hann, allt að 37 milljónum punda ef hann uppfyllir allar helstu væntingar sem til hans eru gerðar á næstu árum.

Ole Gunnar Solskjær hefur valið Diallo í hópinn í fyrsta sinn, fyrir leikinn gegn West Ham í ensku bikarkeppninni í kvöld, og hann gæti því þreytt frumraun sína í enska fótboltanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert